Skólaárið 2015 til 2016 átti Fjölbrautaskóli Vesturlands í samstarfi við slóvakíska framhaldsskólann Gymnázium J.B. Magina í Vrbové. Verkefnið miðaði að því að auka skilning þátttakenda á sjálfbærni og sjálfbærum samfélögum. Sérstök áhersla var lögð á orkuframleiðslu og sjálfbæra orkuöflun auk þess sem nemendurnir kynntust menningu og siðum í löndunum tveimur. Slóvakarnir komu til Íslands 5. nóvember og voru hér til 15. sama mánaðar. Auk verkefnavinnu var farið að Gullfossi og Geysi, jarðhitasvæði og gufuaflsvirkjanir skoðaðar, farið um Reykjavík og í Bláa lónið og í dagsferð um Borgarfjörð var m.a. farið í Reykholt og Húsafell þar sem listaverk Páls Guðmundssonar voru skoðuð.
1. apríl fóru Íslendingarnir svo til Slóvakíu og voru þar í 10 daga. Farið var um norður héruð vestur Slóvakíu. Farið var til bæjarins Terchová og ýmsir áhugaverðir staðir í nágrenninu skoðaðir. Í Piestany skoðuð nemendur gamalt orkuver og daginn fyrir heimferð var miðborg Bratislava heimsótt. Í ferðinni voru þrír kastalar skoðaðir og saga þeirra rakin auk þess sem gengið var um framandi landslag

Hluti hópsins fyrir utan Trenčín kastala.

Menntaáætlun Evrópusambandsins

   

Comenius

Comenius er hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins sem snýst um að styrkja samstarfsverkefni skóla í Evrópu, nemendaskipti, endurmenntun kennara, starfsþjálfun kennaranema og námsefnisgerð. Eitt af skilyrðum þess að verkefni hljóti styrk er að skólar frá a.m.k. þrem ólíkum löndum taki þátt í því.

Þessi hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins er nefndur eftir tékkneskum guðfræðingi, heimspekingi og uppeldisfrömuði sem hét Johann Amos Comenius og var uppi á árunum 1592 til 1670. Hann beitti sér fyrir umbótum í menntamálum í mörgum Evrópulöndum og ritaði fræga bók um skólamál sem heitir Didactica Magna. Nánari upplýsingar eru á vefnum http://comenius.is/.

Please publish modules in offcanvas position.