20180910 144855 bokasafn   
 

Opnunartími bókasafns er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8:15-16. Föstudaga er opið frá kl. 8:15-14.
Lokað er í hádeginu milli kl. 12 og 12:30.

Starfsmaður á bókasafni er Björg Bjarnadóttir.

Tölvupóst til bókasafns skal senda á póstfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sími bókasafnsins 433-2515.

Tölvuver skólans er opið á sama tíma og bókasafnið.

 


Þjónusta bókasafnsins:

  • Flestar bækur safnsins eru lánaðar út í tvær vikur.
  • Á safninu er einnig hægt að fá lánaðar kennslubækur, handbækur, kjörbækur og vasareikna til innanhússnota.
  • Upplýsingafræðingur aðstoðar nemendur við heimildaleit vegna verkefna.
  • Á safninu eru borð fyrir hópavinnu og góð aðstaða til verkefnavinnu í rólegu umhverfi.
  • Á bókasafni eru tvær tölvur til afnota fyrir nemendur.
  • Í tölvuveri eru 16 tölvur til afnota fyrir nemendur.
  • Nemendur sem vinna verkefni í tengslum við nám sitt ganga fyrir í tölvurnar.
  • Nemendur geta sent gögn til prentunar á prentara bókasafnsins, hann heitir prent-bokasafn og er staðsettur við dyrnar hjá D-álmu.
  • Á bókasafni hafa nemendur aðgang að gatara, heftara og ýmsu öðru sem þarf til frágangs á verkefnum.
  • Nemendur skólans fá 50 síðna prentkvóta á önn. Hægt er að kaupa viðbótarprentkvóta á bókasafni eða á skrifstofu skólans. Sjá gjaldskrá skólans.

 

facebook logo

Bókasafn FVA er á Facebook 

 

Please publish modules in offcanvas position.