Móttökuáætlun fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku

Fyrsta viðtal - móttökuviðtal: Náms- og starfsráðgjafar bjóða móttökuviðtöl við hvern nemanda og foreldra hans. Skólinn útvegar túlk til að vera í viðtölunum ef þörf þykir. Á þessum fundum er gerð grein fyrir helstu starfsháttum skólans, þjónustu, samstarfi og reglum. Í viðtalinu verður kynntur sá stuðningur sem stendur nemandanum til boða s.s. aðgengi að náms- og starfsráðgjöfum og kennslu í íslensku sem öðru tungumáli.

Móttökuáætlun fyrir nemendur með námserfiðleika

Skólinn leitast við að veita öllum nemendum sínum kennslu við hæfi og þann stuðning sem þeir þurfa á að halda. Hann leggur jafnframt áherslu á að hver nemandi beri ábyrgð á námi sínu. Nemendur sem glíma við námserfiðleika geta þurft að verja lengri tíma til heimanáms en aðrir. Stuðningur skólans er skipulagður fyrir þá sem eru sjálfir tilbúnir til að leggja sig fram.

Skólinn kemur því aðeins til móts við nemendur með lesblindu eða aðra sértæka námserfiðleika  að þeir, eða forráðamenn þeirra, láti náms- og starfsráðgjafa vita af erfiðleikum sínum.

Náms- og starfsráðgjafar leiðbeina nemendum og láta þá vita hvernig þeir sækja um að skólinn taki tillit til erfiðleika sem þeir glíma við.

Móttökuáætlun fyrir fatlaða nemendur

Einn kennsludag á hverri vorönn býður starfsbraut Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi öllum fötluðum grunnskólanemendum í tíundu bekkjum á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit að koma í námskynningu. Þann sama dag gefst foreldrum og forráðamönnum nemendanna tækifæri til að kynna sér starf brautarinnar og ræða við kennara. Í kjölfar þessa kynningardags er gert ráð fyrir að grunnskólanemendur komi í aðlögun á starfsbraut Fjölbrautaskóla Vesturlands ásamt fylgdarmanni í nokkrar kennslustundir á önninni, allt eftir fötlun og þörfum einstaklingins. Fyrir upphaf skólagöngu hittast kennari starfsbrautar og kennari viðkomandi grunnskólanema og fara yfir stöðu hans. Deildarstjóri starfsbrautar fundar með nemanda og foreldrum/forráðamönnum hans fyrir skólalok.

Please publish modules in offcanvas position.