1. Skólameistari skipar fólk í áfallateymi og skulu nöfn þess, netföng og símanúmer vera á vef skólans. Í áfallateymi eru:
                    
        Aðalmenn                                                              Varamenn
        Skólameistari                                                         Aðstoðarskólameistari
        Náms- og starfsráðgjafi                                        Náms- og starfsráðgjafi
        Starfsmaður skrifstofu                                          Starfsmaður skrifstofu
        Vistarstjóri                                                             Starfsmaður með þekkingu/reynslu
        Starfsmaður með þekkingu/reynslu                      Starfsmaður með þekkingu/reynslu

  Á fundi skal boða bæði aðalmenn og varamenn.
 2. Áfallateymi getur beðið aðra að koma á fund um áfall, svo sem formann nemendafélags, sérfróða aðila, sóknarprest, fulltrúa lögreglu og heilsugæslu.
 3. Áfallateymi hittist alltaf í upphafi skólaárs (á öðrum starfsdegi kennara fyrir byrjun skóla).
 4. Áfallateymi fundar strax ef áföll verða. Áföll eru t.d. dauðsfall starfsmanns eða nemenda, alvarleg slys sem starfsmenn eða nemendur lenda í, sviplegir atburðir sem valda veru­legum ótta í skólanum, váleg eða slæm tíðindi sem hafa mikil áhrif á fólk í skólanum.
 5. Á fyrsta fundi eftir áfall eru teknar ákvarðanir um fyrstu viðbrögð, skráningu á aðgerðum  og um næsta fund.
 6. Þeir sem sitja fund áfallateymis eru bundnir þagnarskyldu um það sem gerist á fundinum og skal hefja hvern fund á að minna á það.

Please publish modules in offcanvas position.