Meginmarkmið
Nemendur verði í lok áfangans færir um að greina kostnað og tekjur fyrirtækja og beita ólíkum aðferðum við verðlagningu. Nemendur geti túlkað rekstrarreikning, efnahagsreikning og fjármagnsstreymi og sett upp áætlaðan rekstur, efnahags- og greiðsluáætlun.
Námsmarkmið
Kostnaðargreining
Í lok áfangans skuli nemendur geta
- greint á milli fasts kostnaðar og breytilegs kostnaðar
- reiknað heildarkostnað
- þekkt ólíkar gerðir fasts kostnaðar og breytilegs kostnaðar
- greint á milli aðalstarfsemi og aukastarfsemi
Tekjur fyrirtækja
Í lok áfangans skuli nemendur geta
- reiknað tekjur fyrirtækja
- sundurliðað tekjur fyrirtækja eftir uppruna þeirra
Framlegð
Í lok áfangans skuli nemendur geta
- gert sér grein fyrir mikilvægi framlegðarútreikninga
- reiknað og túlkað framlegð, svo sem framlegðarstig, framlegð á vinnutíma, framlegð á vélatíma eða fermetra húsnæðis
- beitt framlegðarútreikningum við ákvarðanatöku
- beitt álagsaðferð og framlegðaraðferð við ákvarðanatöku
Reikstrarreikningur
Í lok áfangans skuli nemendur geta
- lesið og túlkað rekstrarreikning
- sett upp einfaldan rekstrarreikning út frá niðurstöðum bókhalds
- áttað sig á samhengi rekstrarreiknings og framlegðarreikninga
Efnahagsreikningur
Í lok áfangans skuli nemendur geta
- lesið og túlkað efnahagsreikning
- sett upp einfaldan efnahagsreikning út frá niðurstöðum bókhalds
Fjármagnsstreymi
Í lok áfangans skuli nemendur geta
- áttað sig á uppruna fjármagns og ráðstöfun þess
- skilið hvaða afleiðingar breyting á rekstri hefur á greiðslufjárstöðu fyrirtækja
Kennitölur
Í lok áfangans skuli nemendur geta
- þekkt mikilvægustu kennitölur reksturs og efnahags
- reiknað út helstu kennitölur reksturs og efnahags
- túlkað helstu kennitölur reksturs og efnahags
Áætlanagerð
Í lok áfangans skuli nemendur geta
- gert sér grein fyrir mikilvægi áætlanagerðar
- útbúið rekstraráætlun, fjárfestingaráætlun, greiðsluáætlun og áætlað efnahag í lok tímabils