Undanfari:

Meginmarkmið

Nemendur fái innsýn í bókhaldslög fyrirtækja og skilji uppbyggingu skjalavörslu fyrirtækja.  Nemendur fái þjálfun í gerð reikninga, kvittana og launaseðla.  Nemendur verði færir um að flokka, merkja og stemma af fylgiskjöl.

Námsmarkmið

Bókhaldslögin

Í lok áfangans skuli nemendur

-           þekkja bókhaldslögin

-           skilja hvaða bókhaldsbækur þarf að halda

-           vita hve lengi skuli geyma bókhaldsgögn

Skjalavarsla

Í lok áfangans skuli nemendur

-           skilja skjalastreymi og skjalavörslu fyrirtækja

-           viti hvaða skjöl þarf að geyma og hvernig er best að haga geymslu

Nemendur útbúi skjalaskrár (t.d. plastmöppur) sem nýtist fyrir verkefni áfangans.

 

Afstemmingar

Í lok áfangans skuli nemendur

-           vita hvað felst í afstemmingu ávísunarreiknings og sjóðs

-           vera færir um að stemma af ávísunarreikning og sjóð

 

Launaútreikningar

Í lok áfangans skuli nemendur vera færir um að

-           reikna út laun og launatengd gjöld

-           fylla út launaseðla og algengar skilgreinar

-           vista launaseðla í bókhaldi

 

Reikningar, gíróseðlar og kvittanir

Í lok áfangans skuli nemendur

-           geta fyllt út reikninga, gíróseðla og kvittanir

-           vera færir um að vista reikninga, gíróseðla og kvittanir í bókhaldi

 

Flokkun og merking fylgiskjala

Í lok áfangans skuli nemendur

-           geta flokkað og merkt fylgiskjöl

 

Hlutverk endurskoðenda

Í lok áfangans skuli nemendur

-           þekkja hlutverk og verksvið endurskoðenda

-           skilji hvaða gögn endurskoðandi þarf fyrir ársreikninga og skattaskýrslu

Please publish modules in offcanvas position.