Meginmarkmið

Nemendur öðlist aukna færni í notkun íslensks talmáls með þjálfun og leiðsögn í samtölum, umræðum og málflutningi af ýmsum toga.  Þeir læri einnig hvernig staðið er að gerð kynningarefnis og hvernig nýta má fjölmiðla í því sambandi.

Námsmarkmið

Tjáning og málflutningur

Við lok áfangans skulu nemendur

-           vita hvaða málsnið hæfir mismunandi samskiptum

-           vita hvernig hægt er að búa sig undir málflutning á fundum og þátttöku í umræðum

-           geta skýrt og varið hugmyndir sínar í umræðum

-           þekkja megineinkenni í uppbyggingu ræðu og fyrirlestra

-           geta samið stuttar ræður og ávörp við ýmis tilefni og flytja í hópi

-           geta dregið saman efni á skipulegan hátt og kynnt fyrir öðrum

-           geta talað í hópi út frá atriðisorðum

 

Kynning fyrirtækis og notkun fjölmiðla

Við lok áfangans skulu nemendur

-           átta sig á nokkrum grundvallaratriðum er varða fjölmiðla og samskipti við þá

-           vita hvernig nota má tungumálið til að ná athygli

-           kunna að meta og nýta sér fréttagildi eigin starfsemi

-           geta samið auglýsingatexta og fréttatilkynningar

-           þekkja vinnslu og uppsetningu fréttabréfa og annars frétta- og kynningarefnis

-           vita hvaða kröfur þarf að gera til góðrar blaðagreinar um byggingu og rökfærslu og  geta skrifað stutta blaðagrein

 

Íslenskuáfangarnir ÍSL 242 og ÍSL 252 verði metnir að fullu í ótilteknu íslenskuvali til stúdentsprófs. 

Þeim sem hefur lokið a.m.k. 9 eininga móðurmálsnámi á framhaldsskólastigi er ekki skylt að taka íslensku í meistaranámi. 

 

 

Please publish modules in offcanvas position.