Upplýsingar um þjónustu skrifstofu, bókasafns, mötuneytis, heimavistar sem og tölvuþjónustu eru á vef skólans www.fva.is. Þar eru einnig upplýsingar um opnunartíma og gjaldskrá.

Skrifstofa

Skrifstofa skólans er á 2. hæð aðalbyggingarinnar við Vogabraut 5. Auk venjulegrar
skrifstofuþjónustu er þar ljósritunarþjónusta fyrir nemendur og kennara. Hægt er að fá viðtal við stjórnendur skólans á skrifstofutíma.

Viðtalstímar starfsfólks

Allir kennarar skólans eru með auglýstan viðtalstíma, sjá hér.

Hægt er að fá viðtal við stjórnendur skólans á skrifstofutíma.

Bókasafn og lesaðstaða

Bókasafn er staðsett í aðalbyggingu skólans. Um 11.500 bækur eru í eigu safnsins og nokkur tímarit eru í áskrift en auk þess berast safninu blöð og bæklingar án endurgjalds. Gögn á safninu eru tölvuskráð í forritinu Gegni og eru gögn safnsins þá sýnileg öðrum söfnum sem auðveldar millisafnalán. Á bókasafninu er vinnuaðstaða fyrir 20 nemendur. Tengt safninu er tölvuver með 16 tölvum sem eru aðgengilegar nemendum á opnunartíma safnsins.

Verið, náms- og stuðningsver FVA, veitir nemendum fjölbreytta námsaðstoð, t.d. við skipulagningu náms, upplýsingar um forrit og tækni sem nýtist þeim í námi ásamt því að fá aðstoð við heimanám, verkefna- og ritgerðarsmíð. Auk kennara aðstoða eldri nemendur við námið. Verið er opið að hluta til sem lesstofa en námsaðstoð er veitt í stærðfræði, ensku og almennum greinum.

 

Náms- og starfsráðgjöf

Í FVA starfa tveir náms- og starfsráðgjafar. Þeir veita nemendum leiðsögn í persónulegum
málum sem snerta námið og skólann. Náms- og starfsráðgjafar meta hvort unnt sé að leysa úr málum innan skólans eða hvort leita þarf eftir sérhæfðari meðferð til viðeigandi sérfræðinga eða stofnana. Sjá nánar um náms- og starfsráðgjöf: https://www.fva.is/index.php/namsradgjafi/hlutverk

Skólahjúkrun

Í FVA starfar skólahjúkrunarfræðingur í samvinnu við HVE. Hún býður upp á viðtalstíma fyrir nemendur vegna hvers kyns heilsufarsvanda og er tengill milli skólans og nemenda og eftir atvikum forráðamanna þeirra. Sjá nánar um skólahjúkrun https://www.fva.is/index.php/skolhj1

Mötuneyti

Í skólanum er rekið mötuneyti nemenda og starfsfólks. Matsalur er á neðri hæð aðalbyggingar á Vogabraut 5. Lögð er áhersla á gildi Heilsueflandi framhaldsskóla í rekstri mötuneytisins.
Sjá nánar um mötuneyti: https://www.fva.is/index.php/moetuneyti

Tölvubúnaður og tölvunotkun

Í skólanum eru fjórar tölvustofur og tölvuver tengt bókasafni. Í tölvuveri geta nemendur unnið verkefni þegar tölvur eru lausar.
Allir kennarar hafa fartölvu til afnota og í öllum kennslustofum skólans eru skjávarpar. Nemendur og starfsfólk skólans fá aðgang að Office 365. Þráðlaust netkerfi er í skólanum þannig að nemendur geta komið með eigin fartölvur og tengst netinu.

Please publish modules in offcanvas position.