Í samskiptum við ytri aðila skal gæta trúverðugleika og réttsýni.  Upplýsingar sem skólinn veitir skulu vera réttar, áreiðanlegar og gefa rétta mynd og samhengi þess sem verið er að kynna. Skýrslur og upplýsingar um starfsemi skólans skulu vera aðgengilegar öllum, til að mynda á heimasíðu. Starfsmenn og nemendur skulu hafa í huga að þeir eru fulltrúar skólans í samskiptum við aðila utan hans, til að mynda í tengslum við vettvangsheimsóknir og vettvangsnám. Leggja skal áherslu á að hafa hagsmuni skólans, nemenda og starfsfólks að leiðarljósi.

Starfsfólk og nemendur FVA eru meðvitaðir um skyldur sínar og mikilvægi virkrar samfélagslegrar þátttöku í nærsamfélagi.

FVA hefur samstarf við Fjölbrautaskóla Suðurlands og Fjölbrautaskóla Suðurnesja m.a. um námskrá og þróun námsgreina. Stjórnendur þessara þriggja skóla funda saman nokkrum sinnum á hverju skólaári. Sameiginlegir starfsmannafundir eru haldnir við og við.

FVA var einn af 34 stofnaðilum að Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi þegar hún varð til í febrúar 1999. Alla tíð síðan hefur skólinn átt fulltrúa í stjórn Símenntunarmiðstöðvarinnar og haft við hana margháttað samstarf. Skólinn sér um kennslu í Stóriðjuskóla Norðuráls sem er samstarfsverkefni Símenntunarmiðstöðvarinnar, Norðuráls og FVA.

FVA er í virku samstarfi við aðra framhaldsskóla og grunnskóla í nærumhverfi sínu, ásamt því að vera í virku samstarfi við aðra iðn- og verknámsskóla á landsvísu.

Please publish modules in offcanvas position.