Verkefnum sem tengjast alþjóðlegu samstarfi á vegum FVA má skipta í eftirfarandi:
1. Nemendaskiptaverkefni, móttaka.
2. Undirbúningsheimsóknir kennara vegna nemendaskiptaverkefna.
3. Áfangar með borgarferð.
5. Heimsóknir erlendra nema og kennara.
6. Endurmenntunarnámskeið og skólaheimsóknir kennara.


FVA hefur haldið úti verkefnum þar sem nemendum skólans býðst að fara utan. Ýmist er um að ræða verkefni þar sem samstarf er haft við skóla erlendis um nemendaskipti eða áfanga þar sem hluti náms er að skoða erlenda borg. Nemendur hafa sjálfir þurft að standa straum af kostnaði vegna slíkra borgarferða en nemendaskiptaverkefnin eru styrkt af Nordplus Junior- eða Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins.

Árlega berast margvíslegar beiðnir um samstarf og heimsóknir erlendra nemenda og kennara. Fjöldi erlendra gesta sækir skólann heim ár hvert bæði vegna samstarfsverkefna og til að kynnast skólastarfinu. Nemendur skólans eru jafnan boðnir og búnir að taka á móti gestum.

Please publish modules in offcanvas position.