Stefna skólans sem er dregin saman í þrem málsgreinum í upphafi kafla 1.1. er jafnframt siðferðilegt viðmið fyrir starfsmenn hans:

  1.  Veita öllum nemendum sínum góða menntun sem felur í sér þekkingu, leikni og hæfni í einstökum greinum, víðsýni og gagnrýna hugsun, ábyrgð og sanngirni, vandvirkni og góð vinnubrögð.
  2. Vera umhyggjusamur um velferð nemenda sinna og stuðla að heilbrigðum lífsháttum.
  3. Bera virðingu fyrir hverjum einstaklingi og koma fram við alla í anda jafnréttis og lýðræðis.

Auk þessara viðmiða hefur skólinn siðareglur kennara í heiðri. Þær voru mótaðar og skráðar af Kennarasambandi Íslands. 

 

 

Please publish modules in offcanvas position.