Um dreif- og fjarkennslu við FVA gilda eftirtalin viðmið:

a) Þjónusta skólans við nemendur:

  • Nemandi í dreif- og fjarnámi skal fá nákvæma námsáætlun í upphafi annar, þar sem meðal annars er tilgreint hvenær verkefnum skal skilað og hvaða vægi þau hafa.
  • Að jafnaði skal við það miðað að kennari og nemandi hafi a.m.k. vikuleg samskipti.
  • Sé hluti áfanga verklegur eða námsefni þess eðlis að hrein fjarkennsla henti ekki til að kenna það allt býður skólinn upp á staðbundnar lotur.

b) Kröfur sem skólinn gerir til nemenda í dreif- og fjarnámi:

  • Til að ljúka áfanga í dreif- og fjarnámi þarf nemandi bæði að ná lokaeinkunninni 5 og fá að minnsta kosti 5 á lokaprófi.
  • Nemendum í dreif- og fjarnámi ber að tengjast námskerfi skólans svo oft sem kennarar þeirra mæla fyrir um og aldrei sjaldnar en einu sinni í viku.

Sumir námsáfangar eru þess eðlis að þá er ekki unnt að stunda í dreif- eða fjarnámi.

Heimilt er að innheimta gjald af nemendum sem stunda dreif- og fjarnám umfram venjulegt innritunargjald.

Þurfi nemandi að taka próf annars staðar en á Akranesi skal hann sækja um það hjá áfangastjóra  fjórum vikum áður en lokapróf hefjast.

Please publish modules in offcanvas position.