Árekstrarheimild er veitt nemanda í reglulegu námi þegar áfangar, sem hann verður að stunda á sömu önn, rekast á í töflu hans. Ástæður verða að vera gildar, svo sem að annars tefjist útskrift nemandans.

Nemandi verður að ráðgast við kennara viðkomandi áfanga, ekki síðar en viku eftir að árekstrarheimildin hefur verið samþykkt, annars fellur hún úr gildi.

Nemandi skal sækja kennslustundir í árekstri samkvæmt samkomulagi við kennara þannig að hann geti fylgst með og tekið þátt í verkefnum. Ef nauðsynlegt er að breyta út af fyrirfram ákveðinni mætingarreglu þarf nemandi að semja um það við viðkomandi kennara. Nemandi með árekstrarheimild á ekki að þurfa, fremur en nemar með reglulega tímasókn, að leita til kennara utan kennslustunda og hann á ekki rétt á kennslu eða leiðsögn utan kennslustunda.

Please publish modules in offcanvas position.