Skólaráð ákveður í lok hverrar annar, að fengnum tillögum frá stjórn nemendafélags, hvaða nemendur fá einingar fyrir störf að félagsmálum á vegum nemendafélagsins.

Að jafnaði er við það miðað að þeir sem leggja af mörkum verulega vinnu fyrir nemendafélagið geti fengið á bilinu 1 til 5 einingar á skólaári. Til að fá metnar einingar fyrir störf að félagslífi þurfa nemendur að uppfylla skilyrði um lágmarksframvindu í námi (15 einingar á önn) og vera með a.m.k. 6 í mætingareinkunn.

Please publish modules in offcanvas position.