Ef nemandi hefur stundað nám við annan framhaldsskóla, sem starfar samkvæmt aðalnámskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins, getur hann fengið áfanga sem hann hefur lokið þar metna til eininga á sama hæfniþrepi í FVA enda falli námið að námskrá og námsbrautalýsingum skólans. Að jafnaði skal miða við mat þess skóla sem nemendur koma úr þegar litið er til þess hvort viðkomandi hæfniþáttum sé náð.

Raunfærnimat staðfestir og metur raunverulega færni í skilgreindum verkum eða námsefni án tillits til þess hvernig eða hvar færninni var náð. Um framkvæmd raunfærnimats er nánar fjallað í reglugerð um framhaldsfræðslu nr. 1163/2011. 

Þess er getið á prófskírteini ef nám er metið úr öðrum skólum.

Please publish modules in offcanvas position.