Ákveðið hefur verið að hefja kennslu á félagsliðabraut í FVA á næstu önn. Markmið náms og kennslu á félagsliðabraut er að auka þekkingu og fagkunnáttu þeirra sem sinna einstaklingum á öllum aldri sem þurfa sérhæfða þjónustu. Starfsvettvangur félagsliða spannar vítt svið félagslegrar endurhæfingar og virkniúrræða fyrir þá einstaklinga sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda vegna félagslegra aðstæðna, veikinda, öldrunar, þroskaraskana eða hvers konar áfalla.

Innritun er hafin og fer fram í gegnum menntagatt.is. Sérstök athygli er vakin á því að í samstarfi við Vinnumálastofnun er hægt að bjóða atvinnuleitendum skólavist á félagsliðabraut. Nánari upplýsingar veita Þorbjörg áfangastjóri (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) og Guðrún og Ólöf náms- og starfsráðgjafar (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).

Please publish modules in offcanvas position.