Á morgun, 15. október, hefst vetrarfrí í FVA þar sem nemendur og kennarar safna kröftum, hvíla sig og endurnærast, hver eftir sínu höfði. Hafið í huga peppið frá heilsueflingarteyminu okkar sem sent var út í vikunni, vonandi getið þið notið útivistar og hreyfingar næstu daga og þá eruð þið beðin um að tagga @fjolbraut í story á instagram. Vegleg verðlaun í boði!

Eins og staðan er núna gerum við ráð fyrir óbreyttu kennslufyrirkomulagi næstu viku, þ.e. áframhaldandi fjarkennslu í bóknámi en að annað nám verði kennt á staðnum. Miðað er við óbreyttar sóttvarnarreglur og svipaðan fjölda smita og verið hefur. Nk. föstudag er fundur með ráðherra og skólameisturum þar sem farið er yfir stöðuna.  Breytist ástandið næstu daga verður það upplýst eins fljótt og auðið er hvernig við högum kennslunni með öryggi og heilsu ykkar að leiðarljósi.

Please publish modules in offcanvas position.