Nú er opið fyrir val áfanga á vorönn 2021 og hafa nemendur verið duglegir að ganga frá sínu vali þótt þeir þurfi að halda sig heima sem stendur. Við hvetjum nemendur til að ganga frá valinu sem fyrst en valið verður opið fram yfir helgi. Eins og venjulega fer valið fram í Innu og með því að ganga frá vali staðfesta nemendur að þeir ætli að halda áfram námi í FVA á næstu önn. Þeir sem þurfa aðstoð við að ganga frá vali geta haft samband við náms- og starfsráðgjafa (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) og áfangastjóra (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).

Fjölmargir skyldu- og valáfangar eru í boði á næstu önn og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Lista yfir áfanga í boði er að finna hér.
Kynningarglærur vegna valáfanga er að finna hér. Einnig eru valkynningar í Highlights á Instagram
Leiðbeiningar fyrir valið í Innu fyrir síma og tölvu er að finna hér.

Please publish modules in offcanvas position.