Um hádegi í dag fengu allir nemendur og starfsmenn skilaboð frá skrifstofu FVA vegna viðbragða við COVID-19 smiti sem kom upp í líkamsræktarsalnum á Jaðarsbökkum. Öll þau sem voru í ræktinni þriðjudaginn 15. september eiga að fara í sóttkví og eru beðin að láta vita af sér í s. 6915602 (Guðmunda) eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Eftirfarandi skilaboð voru birt á vef Akraneskaupstaðar rétt í þessu:
 
Sú staða er komin upp á Akranesi að einstaklingur sem greindist með COVID-19 smit hafði stundað líkamsrækt í líkamsræktarsalnum á Jaðarsbökkum sl. þriðjudag þann 15. september. Fyrirmæli smitrakningarteymis er að allir sem sóttu líkamsræktina sem iðkendur umræddan dag þurfa að fara í sóttkví til og með þriðjudeginum 22. september nk. Viðkomandi losnar úr sóttkví í framhaldinu þegar hann hefur farið í skimun og fengið neikvæða niðurstöðu.

Please publish modules in offcanvas position.