Dýrin í Hálsaskógi hafa nú skriðið úr hýði sínu og æfingar eru loksins hafnar að nýju eftir alltof langa bið. Ný dagsetning frumsýningar er 25. september kl. 18:00. Miðaeigendur hafa nú fengið tölvupóst frá TIX.is með upplýsingum um nýja tímasetningu, þeir sem áttu miða á frumsýninguna sem hefði átt að vera í mars eiga nú miða á nýrri dagsetningu.
 
Miðasala fer fram á TIX.is, önnur sýning verður sunnudaginn 27.sept kl: 13:00, þriðja sýning verður sunnudaginn 27.sept kl: 16:30.
Öll dýrin í skóginum hlakka til að sjá ykkur þá ❤
Sjáumst í Hálsaskógi, húrra!

Please publish modules in offcanvas position.