Kæru nem­endur!

Skrif­stofa skólans er opin frá kl 8:00 – 15:00 alla virka daga. Stjórnendur og námsráðgjafar eru á staðnum en vinsamlegast notið tölvu­póst og síma eins og hægt er í ljósi smithættu vegna kórónuveirunnar. Ef þið viljið koma í skólann til viðtals verðið þið að bóka tíma áður hjá viðkomandi.

Þá vil ég biðja ykkur um eft­ir­far­andi:

 • Virða þau fjarlægðarmörk sem gilda ef þið eigið erindi í húsnæði skólans (1-2 m)
 • Koma ekki í skólann ef þið:
  • hafið nýlega verið erlendis og sætið heimkomusmitgát (upplýsingar á þremur tungumálum)
  • eruð í sóttkví eða einangrun
  • eruð með kvef eða önnur einkenni sem líkjast covid19

Núgildandi takmarkanir Almannavarna má lesa um hér.

Kennarar og starfsfólk vinna nú að því að und­irbúa kennsluna á haustönn í ljósi nýrra tíðinda af útbreiðslu kórónuveiru. Sem endranær förum við eftir fyr­ir­mælum Almanna­varna og land­læknis í hví­vetna og munu næstu dagar og vikur leiða í ljós hvernig fyr­ir­komulag kennslu verður við upphaf skólans. Nánari upp­lýs­ingar um það verða sendar út til nem­enda á næst­unni en við fylgj­umst náið með fyr­ir­mælum yfir­valda og áhrifum þeirra á skólastarfið.

Við munum leggja áherslu á staðkennslu á þessari önn eins og hægt er miðað við aðstæður, en í bland við fjarkennslu. Okkur er umhugað um heilsu og öryggi ykkar og starfs­manna og mun skólahald á haustönn taka mið af því.

Nýnemar eiga að mæta í skólann 18. ágúst (ekki 17. eins og fyrirhugað var), kennsla hefst 19. ágúst og fyrirkomulag kennslunnar verður aðlagað aðstæðum og tilmælum stjórnvalda. Nánar um það síðar.

Fylgist með fréttum og tilkynningum á vef og facebook síðu FVA.

Að lokum hvetjum við alla til þess að nota smitrakningar smáforritið C-19.

Sjáumst hress og hraust!
Skólameistari

 

English version:

The school office is open from 8:00 - 15:00. Please use e-mail and telephone to reach administrators and councellors considering the risk of infection due to the corona virus. If you need to come to school for an interview, book an appointment with the person in advance.

Please:

 • respect the distance limits in the school premises (1-2 m)
 • do not come to school if you:
  • have recently been abroad and in heimasóttkví (information in three languages)
  • are quarantined or isolated
  • have a cold or other symptoms similar to covid19

The current restrictions on Civil Protection can be read about here.

Teachers and staff are now preparing the teaching for the autumn semester considering the spread of the coronavirus. As usual, we follow the instructions of the Civil Defense and the Medical Director of Health in all respects, and soon the teaching arrangements at the beginning of the school will  be announced on fva.is

Further information will be sent out to students, but we will follow closely the instructions of the authorities and their impact on school work.

We will focus on on-site teaching this semester as much as possible given the circumstances, but mixed with distance learning. We care about the health and safety of you and the staff, and teaching in the autumn will take this into account.

New students are invited to the school on August 18 (not the 17th as planned) and will be notified about the timing, school starts on August 19th and the teaching arrangements will be adapted to the circumstances and the government's recommendations.

Follow news and announcements on FVA's website and facebook page.

Finally, we encourage you to use the C-19 infection tracker.

Hope to see you all fresh and healthy!

Steinunn Inga, headmaster

Please publish modules in offcanvas position.