Eins og þið hafið eflaust séð taka nú gildi á ný hertar sóttvarnarreglur vegna kórónuveirunnar. Þær taka til fjölda einstaklinga sem kemur saman og miðast nú við 100 manns. Þá tekur tveggja metra reglan gildi aftur og er ekki valfrjáls. Ekki faðma, muna að hósta í olnbogabót, spritta sig! Mikilvægt er að halda sig heima ef þú finnur fyrir einhverjum einkennum þótt væg séu. Þessar hertu reglur gilda út 13. ágúst. Við látum strax vita ef þær hafa einhver áhrif á skólabyrjunina en skólinn hefst með dagskrá fyrir nýnema þann 17. ágúst og kennsla skv. stundaskrá hefst þriðjudaginn 18. ágúst.

Ekkert fát en sýnum gát!

Skólameistari

Please publish modules in offcanvas position.