Innritun í FVA fyrir haustönn 2020 er lokið. Alls voru 124 nemendur úr 10. bekk innritaðir í skólann á mismunandi brautir. Þar af eru 7 nemendur skráðir á starfsbraut, 7 í húsasmíði, 6 í málmiðngreinar og 19 á rafvirkjabraut. Fullt er í dreifnám í húsasmíði og á sjúkraliðabraut en þar hafa rúmlega 60 manns fengið inni. Samanlagður fjöldi nemenda í skólanum í dag er 539. Greiðsluseðlar vegna skólagjalda birtast fljótlega í heimabanka.

Nú er fullbókað á heimavist FVA, en ef greiðsluseðill er ógreiddur á eindaga er tekið inn af biðlista. Nýir nemendur á heimavist eru 24. Til að halda plássi á heimavist þarf vistarbúi að ljúka 20 einingum á önn og vera með lágmark 7 í mætingareinkunn.

Kennsla hefst í dagskóla skv. skóladagatali þriðjudaginn 18. ágúst nk.

Please publish modules in offcanvas position.