Kæru nemendur! Nú eiga allar einkunnir að vera komnar á sinn stað í Innu, prófsýning að baki og uppskera þessarar óvenjulegu vorannar komin í hús. Við minnum á að náms- og starfsráðgjafar skólans verða áfram til viðtals og eru nemendur sem þurfa að breyta vali fyrir næsta vetur eða hyggja á útskrift á næsta skólaári hvattir til að hafa samband ef þörf er á. Í vikunni eru starfsdagar hér í skólanum þar sem kennarar og annað starfsfólk undirbýr skólastarf næsta skólaárs og verður skóladagatal skólaársins 2020-2021 birt hér á vefnum í vikulok.

Brautskráning fer fram föstudaginn 29. maí kl. 14:00. Útskriftarnemar eru 64 og vegna fjöldatakmarkana getur hver nemi einungis boðið tveimur gestum að vera viðstaddir athöfnina. Því verður brugðið á það ráð að senda út frá athöfninni í streymi og munu útskriftarnemar fá sendan tengil á streymið til að deila með sínum nánustu. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður verður yfirbragð athafnarinnar með hátíðlegasta móti, á dagskrá er meðal annars ávarp skólameistara og útskriftarnema, erindi frá útskrifuðum nemanda, viðurkenningar verða veittar og tónlist mun óma.

Please publish modules in offcanvas position.