Við vekjum athygli á því að enn er opið fyrir innritun í nám á sjúkraliðabraut, umsóknarfrestur er til 31. maí. Námið er skipulagt sem fjarnám með staðbundnum lotum þar sem nemendur koma í skólann u.þ.b. einn dag í mánuði og hentar námið því vel með vinnu. Fyrra nám og starfsreynsla við umönnun er metin samkvæmt skólanámskrá. Tilgangur sjúkraliðanáms er að undirbúa nemendur undir krefjandi störf við hjúkrun, endurhæfingu og forvarnir bæði á heilbrigðisstofnunum og á heimilum fólks þar sem reynir á samskiptafærni og siðferðisvitund starfsmanna. Í náminu er rík áhersla lögð á samvinnu við starfsfólk og stjórnendur í heilbrigðisþjónustu. Sjúkraliðanám getur verið góður grunnur fyrir frekara nám í heilbrigðisvísindum. Að lokinni brautskráningu frá skóla getur nemandi sótt um löggildingu starfsheitis til Embættis landlæknis og öðlast þá réttindi til að starfa sem sjúkraliði á Íslandi. Starfsheitið sjúkraliði er lögverndað.

Allar nánari upplýsingar veita:
Jónína Víglundsdóttir, áfangastjóri - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.,
Ólöf Húnfjörð Samúelsdóttir,náms- og starfsráðgjafi - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigríður Ragnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skoðaðu brautarlýsingu sjúkraliðanáms hér.
Sótt er um sjúkraliðanám í dreifnámi á www.menntagatt.is

Please publish modules in offcanvas position.