Sælt veri fólkið!
Við viljum hvetja ykkur kæru nemendur til að vera dugleg að sprikla aðeins í pásum og gefa ykkur tíma fyrir hreyfingu á hverjum degi. Um að gera að nýta vorveðrið og um daginn sendum við ykkur póst um útiveru og ýmsar hugmyndir að hreyfingu í okkar nánasta umhverfi. Kíkið endilega á það 😊
Það er hægt að fá alls konar hugmyndir, fróðleik og innblástur t.d. á heimasíðunni „Vertu úti“.
Talandi um hreyfingu þá er of algengt að fólk einblíni bara á þol og styrk, nenni ekki að teygja þannig að okkur langar líka að benda ykkur á tvær stuttar jógarútínur með elsku Adrienne (sem við sögðum ykkur frá fyrr í vetur). Þær er hægt að gera hvenær dagsins sem er, kjörið í pásum til að hressa sig við, liðka og styrkja:
Hér er 5 mín rólegt jóga sem er á allra færi.
Og hér er 12 mín jóga fyrir þá sem eru aðeins vanari og vilja smá meira power.
Svo er bara að grúska t.d. á youtube og finna það sem hentar manni. 
 
Allir að prófa! Það verður örugglega ekki (alveg) svona 😉
 pastedImagebase640
Að lokum viljum við hvetja ykkur til að fylgja heilsusálfræðingnum Röggu nagla á Facebooken hún er líka farin að skrifa stórskemmtilega pistla á Vísi. Hér eru t.d. tvær góðar greinar sem við mælum með:
Góðar stundir og gangi ykkur vel á lokasprettinum!!
Kveðjur frá Heilsueflingarteyminu 😎

Please publish modules in offcanvas position.