Þann 6. maí sl. var aðalfundur NFFA haldinn. Eins og annað í skólastarfinu um þessar mundir var fundurinn með óvenjulegu sniði þar sem honum var streymt á netinu. Á fundinum gerðu þeir Björgvin Þór Þórarinsson, fráfarandi forseti, og Maron Snær Harðarson, fráfarandi gjaldkeri, grein fyrir störfum félagsins á liðnu starfsári og fóru yfir ársreikning félagsins.

Á fundinum var nýkjörin stjórn NFFA kynnt til sögunnar, en stjórnarkjör fór fram í Innu að þessu sinni. Nýr forseti NFFA er Gylfi Karlsson og með honum í stjórn verða þau Gunnar Davíð Einarsson, Karl Ívar Alfreðsson, Katrín María Óskarsdóttir og Ísak Örn Elvarsson. 

Á næsta skólaári verða forsetar klúbba þau Guðrún Karitas Guðmundsdóttir fyrir GEY, Sigríður Sól Þórarinsdóttir og Sólbjört Lilja Hákonardóttir fyrir Melló, Kristján Steinn Matthíasson fyrir Tónlistarklúbb og Karl Ívar Alfreðsson fyrir Viskuklúbb.

Fráfarandi stjórn fær bestu þakkir fyrir að standa keik í covid og þrauka - ný stjórn NFFA er boðin hjartanlega velkomin til starfa.

Please publish modules in offcanvas position.