Ágæti nemandi!

Frá því að samkomubann vegna kórónuveiru var sett mánudaginn 16. mars sl. hefur nám í FVA farið fram með fjarkennslulausnum. Nú hefur formlega verið opnað á kennslu í framhaldsskólum með þeim takmörkunum að tryggt skuli að ekki verði fleiri en 50 manns inni í sama rými og eftir sem áður „skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili.“

Það er þó mat skólameistara að það sé ekki áhættunnar virði að boða alla nemendur í skólann aftur í þann stutta tíma sem eftir er, heldur verði allir að leggjast á eitt til að flæma veiruna brott. Það gerum við með sem minnstu samneyti. Unnið hefur verið að því undanfarna daga að útfæra síðustu vikur vorannar í samræmi við það.

Ljóst er að engin skrifleg lokapróf verða í húsakynnum skólans við lok annar. Rafræn próf verða á próftíma skv. próftöflu og öðrum áföngum lokið með símati. Kennsla úr fjarlægð heldur áfram skv. stundaskrá á námsmatsdögum.

Forgangshópar, aðallega í verklegum greinum sem útilokað er að stunda utan kennslustofu,eiga að koma í skólann mánudaginn 4. maí til og með þriðjudegi 19. maí. Um er að ræða eftirtalda áfanga:

Húsasmíðabraut: TRÉS1VT08, GLUH2GH08, INRE2HH08, INNK2HH05

Rafvirkjabraut: VGRT2GA03, RALV1RÖ05, RALV3RÖ03

Vélvirkjabraut: PLV2024, REN2036, HVM4036, HVM6036, HSU1024, RSU2024, TTÖ1036, TTÖ2036

Í INNU eru allar upplýsingar um fyrirkomulag kennslunnar þessa daga. Aðrir nemendur en þeir sem eru í ofangreindum áföngum koma ekki aftur í skólann á þessari önn, nema þeir sem eru boðaðir sérstaklega.

Skólanum er skipt upp í aðskilin rými fyrir verklega kennslu sem deildarstjórar skipuleggja með áfangastjóra. Það er skylda skólans að tryggja öryggi nemenda og starfsmanna eins og kostur er. Því verður mikil áhersla lögð á smitvarnir umrædda daga, handþvott, handsprittun, tveggja metra fjarlægð og aðskilda innganga í skólahúsnæðið. Nemendur í viðkomandi verknámsrýmum ganga beint inn í þau og nemendafjöldi í hverju rými er takmarkaður.

Sameiginleg rými eru lokuð þessa daga, þar með talið mötuneyti, en opið á bókasafni með öllum varúðarráðstöfunum fyrir þá nemendur sem eru innanhúss. Námsráðgjöf verður áfram sinnt í gegnum netið. Opið er á heimavist fyrir þá nemendur sem fá að koma í skólann, þar til kennslu í viðkomandi áföngum lýkur.

Svarað er í síma á skrifstofu alla daga og stjórnendur eru til skiptis á staðnum, hægt er að hafa samband í síma 433 2500 ef eitthvað er óljóst.

Í nokkrum framhaldsskólum hefur þegar verið afráðið að brautskráningarathöfn fari fram í streymi að 50 manns viðstöddum. Brautskráning FVA er dagsett föstudaginn 29. maí. Nánar verður tilkynnt um hvort tímasetning breytist eða hvernig athöfninni verður háttað þegar nær dregur.

Bestu kveðjur,

Steinunn Inga, skólameistari

---

Dear student!

Since the assembly ban (samkomubann) caused by the spreading of the corona virus was imposed on Monday, March 16th, distance learning solutions are being used in FVA. Now teaching in colleges has officially been opened though restricted with no more than 50 people assembled in the same room, with 2 meters distance between people.

It has however been decided here in FVA that it is not worth the risk of calling all students back to school for the short time remaining this semester, when we are all united in stopping the spread of the virus and eliminating it.

FVA's managers and teachers have been working on how to finish the last few weeks this spring and made the decision that there will be no written final exams at the school premises. Some exams will take place in INNA according to the examination table and other courses will be completed by assessment. Distant teaching will continue according to the time table during the assessment period (námsmatsdagar).

Priority groups in vocational subjects that cannot be learnt outside the classroom are invited to school on Tuesday, May 4th – 19th. The subjects are:

Húsasmíðabraut: TRÉS1VT08, GLUH2GH08, INRE2HH08, INNK2HH05.

Rafvirkjabraut: VGRT2GA03, VGRT1GA05, RALV1RÖ05, RALV3RÖ03,

Vélvirkjabraut: PLV2024, REN2036, HVM4036, HVM6036, HSU1024, RSU2024, TTÖ1036, TTÖ2036.

Students in these subjects, and students in ÍSAN1ÍÚ05, will receive special information on the arrangement in INNA. Other students are not allowed to come to school anymore. Educational counseling will continue to be provided over the Internet. The school premises will be divided into spaces for the vocational teaching and students with special needs. Common spaces are closed during this period, including the cafeteria, but the library is open for those students allowed to be in school, with all precautions.

Students in the relevant study spaces go directly into them and the number of students in each space is limited. The dormitory is open until the teaching is completed for students allowed in the school. Please contact the school office if you have any questions, tlf. 433 2500.

FVA graduation is still scheduled for Friday, May 29th. Probably the graduation ceremony will not be a traditional one this semester and maybe the date will change but further decision will be announced later.

Best wishes, Steinunn Inga, headmaster

 

Please publish modules in offcanvas position.