Náms- og starfsráðgjöf FVA hefur tekið saman nokkra mikilvæga punkta fyrir nemendur að hafa í huga í rafrænum heimaprófum komandi prófatíðar.

Undirbúningur - 

 • Hafðu mikilvægar uppplýsingar á hreinu
 • Hvenær er prófið?
 • Hvað er prófið langt?
 • Áttu von á ritgerðarspurningum, krossaspurningum eða bæði?
 • Hvaða efni er prófað úr?
 • Hvaða gögn máttu hafa með í prófið?

Mikilvægt:

 • Hafðu í huga að í heimaprófum er yfirleitt lögð meiri áhersla á skilning á efninu en utanbókarlærdóm
 • Þú munt ekki hafa tíma til að fletta öllu upp
 • Hafðu skipulag á því efni sem þú hefur til hliðsjónar í prófinu

Aðstaðan heima:

 • Komdu þér fyrir á góðum stað í ró og næði
 • Vertu viss um að internet tengingin sé góð á þessum stað
 • Passaðu að tölvan þín sé fullhlaðin eða hafðu hana í sambandi
 • Láttu aðra á heimilinu vita að þú sért að fara í próf og hvenær
 • Stilltu símann og önnur tæki þannig að þau trufli þig ekki, notaðu t.d. flugstillingu

Meðan á prófinu stendur:

 • Vertu tilbúin/n við tölvuna þegar próftíminn byrjar
 • Skipuleggðu tímann þinn vel:
 • Passaðu að eyða ekki of löngum tíma í eina spurningu
 • Athugaðu vægið á spurningunum
 • Ef þú lendir í tæknilegum erfiðleikum hafðu strax samband við kennarann þinn
 • Vertu viss um að vista / skila svarúrlausnum þegar þú ert búin/n með prófið

Gangi þér vel:

 • Mundu að slaka vel á
 • Svaraðu einni spurningu í einu
 • Gerðu þitt besta, þú getur ekki betur en það
 • Þú þarft ekki að geta svarað öllum spurningunum 100%

,,Allir geta eitthvað, enginn getur allt"

 

View this post on Instagram

Ertu á leið í heimapróf? Hér eru góð ráð til þín frá Náms- og starfsráðgjöfinni 🙏 Ekki hika við að hafa samband ef þið þurfið aðstoð í síma 4332519 eða í gegnum tölvupóst/Teams á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

A post shared by FVA (@fjolbraut) on Apr 28, 2020 at 4:17am PDT

Please publish modules in offcanvas position.