Jafnlaunavottun adalmerki 2020 2023 f ljosan grunnUndanfarna mánuði hefur jafnlaunakerfi FVA verið í vinnslu en Sigríður Hrefna Jónsdóttir, gæðastjóri FVA, hefur leitt vinnuna við undirbúning og innleiðingu kerfisins svo og vottunarferlið sjálft. Fyrr í þessum mánuði framkvæmdi vottunarstofan iCert svo úttekt á jafnlaunakerfi FVA og er niðurstaðan sú að kerfið uppfylli kröfur stjórnunarstaðalsins ÍST 85:2012. Í stuttu máli þýðir þetta að staðfest er að ákvarðanir og málsmeðferð í launamálum starfsmanna hjá FVA er fagleg og felur ekki sér beina eða óbeina kynbundna mismunun eða óútskýrðan launamun.

Á grundvelli staðfestrar vottunar iCert hefur Jafnréttisstofa veitt FVA heimild til að nota Jafnlaunamerkið.
FVA er sjöundi framhaldsskólinn sem nær þessum áfanga!
Hér má nálgast jafnlaunastefnu skólans.

Please publish modules in offcanvas position.