Kæru nemendur, í daglegu lífi líður okkur best þegar við vitum hvað er framundan, þekkjum aðstæður og vitum hvað er ætlast til af okkur. Þá upplifum við ró, öryggi og erum yfirveguð. Nú eru nýjar aðstæður og óvissa í loftinu sem er áskorun fyrir okkur. Það er eðlilegt að upplifa ótta, óöryggi og kvíða. Tilfinningarnar geta verið sterkar og þá fara stundum hugsanirnar okkar á flug. Flugið getur magnað upp kvíðann og óöryggið. Hér eru nokkur atriði sem geta verið hjálpleg:

Dagleg rútína

Höldum rútínu með því að fara tímanlega að sofa og vakna til að fara í kennslustundir í tölvunni. Hreyfum okkur og borðum góðan og næringarríkan mat til að halda góðri einbeitingu.

Tímaskipulag

 • Verið dugleg að skipuleggja tímann ykkar - hvenær þið eruð í kennslustund, hvenær þið ætlið að vinna verkefni, hvenær þið ætlið að taka ykkur pásu og hreyfa ykkur!
 • Gott að byrja á því erfiða eða ,,leiðinlega".
 • Reynið að vinna bara að einu verkefni í einu.
 • Finnið hvað hentar ykkur best, gott er að hafa í huga:
  • læra alltaf á sama tíma
  • reyna að verða fyrir sem minnstri truflun
  • setja tímamörk - lesa/læra í stuttum tímabilum
  • læra mest þegar það hentar best
 • Hvetjið ykkur áfram og verðlaunið ykkur þegar ykkur tekst að fara eftir skipulaginu
 • Setjið ykkur markmið og vinnið að því

Þið getið t.d. haft samand við náms- og starfsráðgjafa ef ykkur vantar aðstoð við að finna leiðir við tímastjórnun og markmiðssetningu.

Tilfinningar

 • Veltið fyrir ykkur hvað gæti hentað ykkur vel til draga úr streitu og skapa góða líðan
  • t.d. hlusta á tónlist, gera slökunaræfingar, púsla, teikna...
 • Haldið áfram félagslegum samskiptum - tæknin kemur sér vel.
 • Munið að allar tilfinningar eiga rétt á sér, mikilvægt er að vinna úr þeim neikvæðu og taka þeim jákvæðu fagnandi.

Hafið samband! Við klárum þetta saman

Sigriður Ragnarsdóttir
Náms- og starfsráðgjafi
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - 4332519

Ólöf Samúelsdóttir
Náms- og starfsráðgjafi og félagsráðgjafi
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Ráðleggingar í breyttum aðstæðum

Please publish modules in offcanvas position.