Opið hefur verið val áfanga fyrir haustönn 2020 frá 5. mars síðastliðnum og þrátt fyrir að nemendur haldi sig nú heima og sinni sínu námi þaðan hafa þeir nú samt verið duglegir að velja fyrir næstu önn. Hafa þær Jónína áfangastjóri og Sigga náms- og starfsráðgjafi aðstoðað nemendur rafrænt eða í gegnum síma. Segja má að flestir eru búinir að velja, enda fjölmargir áhugaverðir skyldu- og valáfangar í boði hjá okkur á haustönn 2020. Við sjáum því fram á skemmtilega og spennandi tíma hjá okkur þegar við hefjum nýtt skólaár í haust.

Lista yfir áfanga í boði er að finna hér.
Kynningarglærur vegna valáfanga er að finna hér.
Leiðbeiningar fyrir valið í Innu fyrir síma og tölvu er að finna hér.

Að lokum viljum við minna ykkur á fréttabréfið okkar Skrudduna og FVA á samfélagsmiðlum: Facebook og Instagram.

Please publish modules in offcanvas position.