Tilveran er frekar skrítin þess daganna, þegar okkur er allt í einu kippt úr daglegri rútínu, þurfum að hugsa hlutina upp á nýtt og finna okkur nýjar venjur. Nú er fyrsta fjarnámsvikan liðin og vika tvö að hefjast með enn fleiri áskorunum og verkefnum. Ekki er hægt að segja annað en að bæði kennarar og nemendur séu að standa sig vel í þessum nýju aðstæðum. Við viljum samt ítreka mikilvægi þess að nemendur fylgist vel með öllum skilaboðum á INNU, Teams eða í tölvupósti. Það er alltaf er hægt að hafa samband við okkur ef eitthvað er óljóst.

Gott er  líka að hafa í huga nokkra punkta frá námsráðgjöfum okkar sem er hægt er að finna á facebook síðu FVA:

  • Að skipuleggja daginn
  • Fylgjast með INNU fylgja stundatöflu, skoða skilaboð og mæta í tíma sama hvort það er spjall á INNU eða kennslustund í Teams.
  • Gera tímaáætlun og skipuleggja verkefnavinnu
  • Hreyfa sig og hugsa um mataræði

Þorbjörg Ragnarsdóttir
Aðstoðarskólameistari FVA

Please publish modules in offcanvas position.