Þá er fyrstu fjarnámsvikunni að ljúka og við vildum bara senda ykkur inn í helgina og næstu viku með smá heilsu-peppi 🙂 
Það er svo mikilvægt að hugsa vel um sig og ekki síst svefninn, oft er þörf en nú er nauðsyn. Landlæknisembættið var rétt í þessu að gefa út frábært yfirlit yfir ráðleggingar sem stuðla að betri svefni - sjá hér
Og við minnum á svefnþörfina: 8-10 klst fyrir þau ykkar sem eru undir 18 ára og 7-9 klst fyrir þá sem eru 18 ára og eldri.

thumbnail image001

Góður svefn er nauðsynlegur til að geta tekist á við verkefni dagsins. Ef við erum vel sofin líður okkur miklu betur og erum líka líklegri til að borða hollara og hreyfa okkur daginn eftir. Svo hefur svefninn jákvæð áhrif á ónæmiskerfið líka. Ekkert nema plúsar við það að sofa vel - á nóttunni! Höldum rútínu, vöknum snemma á morgnana og setjum svefntímann okkar í forgang á kvöldin.

Nú eru miklir óvissutímar og mikið álag í skólanum við að venjast breyttu námsumhverfi. Okkar frábæru náms- og starfsráðgjafar hafa tekið saman 5 mikilvæga punkta fyrir nemendur nú í samkomubanni - sjá hér.

Okkur langar líka að benda ykkur á góðar ráðleggingar sem Háskóli Íslands útbjó fyrir háskólanema vegna COVID-19 sem sjá má hér.

 Umfram allt - hugsum vel um okkur; líkama, sál og samskipti. Hugum að hvort öðru og hafið endilega samband við kunningja sem gæti hætt til að einangrast í þessum aðstæðum ❤️ Nú er tæknin aldeilis að vinna með okkur 😉 

Góðar kveðjur frá Heilsueflingarteyminu 🙂 

Please publish modules in offcanvas position.