Á fjórða degi samkomubanns er nú tómlegt í  FVA. En þeim mun meira að gerast í hinum rafræna heimi og aðdáunarvert að fylgjast með því hvað allir eru duglegir að láta nám og kennslu ganga upp. Þrátt fyrir smá hnökra á kerfum INNU og Teams á mánudaginn, þá fer þetta vel af stað hjá okkur. En það tekur smá tíma að aðlagast nýjum kennsluaðferðum og það reynir á þolimæðina, bæði hjá kennurum og nemendum. Og eins og skólameistari sagði i gær þá gerum við okkur grein fyrir að aðstæður ykkar nemenda eru allskonar. Mikilvægt er að þið fylgist vel með á INNU, fylgið stundatöflu og mætið á fjarfundi (t.d teams)  þegar kennarar ætlast til þess. Nú reynir á kæru nemendur, en þið fáið góða aðstoð frá kennurum ykkar í gegnum hinn rafræna heim.

Að lokum minni ég á að Náms- og starfsráðgjöf FVA er til taks fyrir ykkur! Hægt er að hafa samband:

  • á TEAMS
  • í síma 433 2500
  • í tölvupósti, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þorbjörg Ragnarsdóttir
Aðstoðarskólameistari FVA

Please publish modules in offcanvas position.