Í lok þriðja dags í samkomubanni er okkur í FVA efst í huga þakklæti fyrir hve allir eru viljugir til að láta nám og kennslu ganga upp, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Við hvetjum alla aðstandendur og aðra í umhverfi nemenda til að ræða saman um námið, forvitnast um verkefnavinnuna og sýna áhuga. Það styður nemendur allra best.

Allt starfsfólks skólans leggur sig fram og nemendur líka. Við gerum okkur grein fyrir að aðstæður ykkar nemendur góðir eru allskonar. Það er hægt að ráða hvað við gerum í sambandi við námið okkar. Það er í okkar höndum. Njótið námsins heima og svo sjáumst við vonandi hress og kát áður en langt um líður.

Steinunn Inga Óttarsdóttir,
skólameistari FVA

Please publish modules in offcanvas position.