Þessa dagana berast nemendum og aðstandendum þeirra mikið af upplýsingum í gegnum Innu og í tölvupósti. Ef upplýsingar úr Innu berast ekki í tölvupósti viljum við benda nemendum á að tryggja að rétt netfang sé skráð í Innu. Þegar nemendur verða 18 ára lokast á aðgang aðstandenda í Innu og þeir fá ekki lengur tölvupóst. Nemandi getur samt sem áður ákveðið að veita aðstandanda aðgang að Innu og póstlistanum. Til að gera það fer nemandinn í Ég í Innu, velur Aðstandendur og smellir á blýantinn. Leiðbeiningar um þetta er að finna í Innu undir Aðstoð - Nemendur

Please publish modules in offcanvas position.