Vikulegt fréttabréf til starfsfólks FVA hefur nú verið gert aðgengilegt á heimasíðu skólans. Tilgangur fréttabréfsins er að miðla upplýsingum um það helsta sem er á döfinni innan skólans hverju sinni og er það Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari FVA, sem annast útgáfu þess og er ábyrgðarmaður. Fréttabréfið hefur enn ekki hlotið formlegt nafn en skólameistari hefur óskað eftir tillögum frá starfsfólki og eins og kemur fram í fyrsta tbl. fréttabréfsins mun vinningstillagan hljóta viðurkenningu, auk heiðurs og sóma, þannig að til mikils er að vinna!

Fréttabréfið er aðgengilegt hér og munu ný tölublöð bætast á listann jafnóðum og þau verða gefin út.

Please publish modules in offcanvas position.