Í gærkvöldi lagði lið Fjölbrautaskóla Vesturlands lið Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum að velli í fyrstu umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Keppnin var hörð, að loknum hraðaspurningum var staðan 12-8 FVA í vil og eftir bjölluspurningarnar vannst afgerandi sigur 24-10 sem tryggði liðinu sæti í 16 liða úrslitum. Hægt er að hlusta á viðureignina hér.

Lið FVA er skipað þeim Amalíu Sif Jessen, Guðmundi Þór Hannessyni og Karli Ívari Alfreðssyni. Þau skipuðu einmitt liðið í fyrra en féllu þá úr keppni í fyrstu umferð. Í ár mæta þau tvíefld til leiks og munu mæta liði Borgarholtsskóla fimmtudaginn 16. janúar kl. 19:30. Sent verður beint út frá þeirri viðureign á Rás 2 og á Ruv núll.

Please publish modules in offcanvas position.