Dagana 10.-16. nóvember fóru 2 kennarar úr FVA, þau Helena Valtýsdóttir og Steingrímur Benediktsson, með 15 manna hóp nemenda til Finnlands til að taka þátt í Nordplus verkefninu Education Lighthouse en það snýst aðallega um að kynna sér skólakerfi þriggja landa, Íslands, Finnlands og Litháen. 

Veðrið lék ekki við þátttakendur; það var þungskýjað og úrkoma megnið af tímanum en samt sem áður gat dagskráin að mestu haldið sér. Hópurinn skoðaði grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla auk þess sem nemendur frá öllum þremur löndunum kynntu skólakerfi sinna landa og skólana sína.

Nemendur fóru í kennslustundir og tóku þátt í ýmiss konar afþreyingu, svo sem sauna þar sem þeir hörðustu fóru beint út í ískalt vatn líka, gönguferð í þjóðgarði, útsýnisturn og skíðahermi svo ekki sé talað um hinar ómissandi verslunarferðir. Sumir komu heim klyfjaðir Múmíndóti og Ittalavörum, nýjum skóm, fötum og sælgæti.

Var ferðin vel heppnuð og að sjálfsögðu voru nemendur FVA til fyrirmyndar eins og ávallt.

2019 11 Nordplus Education Lighthouse ferð til Finnlands 1

2019 11 Nordplus Education Lighthouse ferð til Finnlands 2

2019 11 Nordplus Education Lighthouse ferð til Finnlands 5

2019 11 Nordplus Education Lighthouse ferð til Finnlands 6

2019 11 Nordplus Education Lighthouse ferð til Finnlands 7

2019 11 Nordplus Education Lighthouse ferð til Finnlands 8

2019 11 Nordplus Education Lighthouse ferð til Finnlands 9

 

Please publish modules in offcanvas position.