Í tilefni af nýtniviku stendur umhverfisnefnd FVA fyrir skipti- og nytjamarkaði í skólanum í dag, föstudag. Hafa kennarar og nemendur streymt að með föt og annað dót á markaðinn og er öllum frjálst að taka og nýta það sem þeim sýnist í staðinn. Um er að ræða algjörlega frábæra vinnu hjá þessum orkumiklu og harðduglegu nemendum í umhverfisnefndinni.

Í framhaldi af þessu hefur verið ákveðið að halda verkefninu áfram og verður sett upp fataslá og skápur á tengigangi við bókasafn. Þar getur fólk hengt upp fatnað og stillt upp ýmsu dóti sem ekki nýtist og tekið annað í staðinn sem gæti nýst betur.

Please publish modules in offcanvas position.