Bæjarstjórnarfundur unga fólksins var haldinn þann 19. nóvember sl. í bæjarþingsal Akraneskaupstaðar og var það í 18. sinn sem slíkur fundur er haldinn á Akranesi. Á þessum vettvangi hafa fulltrúar Ungmennaráðs Akraness tækifæri til að koma sínum málefnum á framfæri við bæjarfulltrúa Akraneskaupstaðar, bæjarstjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs bæjarins en fjórir núverandi og fyrrverandi nemendur Fjölbrautarskóla Vesturlands áttu sæti sem bæjarfulltrúar unga fólksins í ár.

Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar stýrði fundinum. Bæjarfulltrúar að þessu sinni voru Marey Edda Helgadóttir f.h. nemendaráðs Grundaskóla, Elsa María Einarsdóttir f.h. Arnardalsráðs, Hekla Kristleifsdóttir f.h. nemendafélags Brekkubæjarskóla, Helgi Rafn Bergþórsson f.h. Tónlistarskóla Akraness, Björgvin Þór Þórarinsson f.h. nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, Ylfa Örk Davíðsdóttir fulltrúi Hvíta hússins og Sóley Brynjarsdóttir fulltrúi Íþróttabandalags Akranes.

Bæjarfulltrúarnir fluttu fjölbreytt erindi og eftir framsögu þeirra fóru fram líflegar umræður sem í senn voru málefnalegar og gagnlegar. Í framhaldinu munu erindi og tillögur bæjarfulltrúa verða unnar áfram hjá fagráðum bæjarins og fá afgreiðslu þar.
Fundargerð bæjarstjórnarfundar unga fólksins er aðgengileg hér.
Hér má sjá frétt á heimasíðu Akraneskaupstaðar og nokkrar myndir.

Please publish modules in offcanvas position.