Í vikunni tóku nemendur í upplýsingatækni þátt í Bebras áskoruninni, alþjóðlegu átaki í fræðslu um upplýsingatækni í skólum. Bebras áskorunin kannar rökhugsun og tölvufærni með því að láta þátttakendur leysa krefjandi og skemmtileg verkefni. Eiga þátttakendur að leysa eins mörg verkefni og mögulegt er á 45 mínútum en ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur geti klárað öll verkefnin. Áskorunin er ætluð nemendum á aldrinum 8-18 ára og er keyrt samhliða í flestum löndum í byrjun nóvember ár hvert. Ísland hefur tekið þátt með góðum árangri frá árinu 2015.

Nánari upplýsingar um Bebras er að finna á Bebras.is

Please publish modules in offcanvas position.