Ár hvert er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti. Í tilefni dagsins sá forvarnarteymi skólans í samvinnu við nemendaráðið um að hengja upp spjöld á veggi skólans til að minna á baráttuna og einnig var sett upp spjald í matsalnum þar sem starfsfólk og nemendur gátu stimplað fingrafar sitt til að staðfesta samstöðu sína gegn einelti. Nemendur í uppeldisfræði unnu einnig plaköt til að minna á hversu miklu máli það skiptir að koma vel fram hvert við annað.

Please publish modules in offcanvas position.