Hið árlega Skammhlaup fór fram í FVA í dag. Hófst dagskrá að venju með því að nemendur og kennarar gengu fylktu liði frá skólanum að íþróttahúsinu Vesturgötu þar sem fram fór liðakeppni í hinum ýmsu greinum eins og ullarsokkaboðhlaupi, limbói og stígvélasparki svo eitthvað sé nefnt.

Að því loknu hlupu langhlauparar liðanna hring um bæinn og keppt var í öðrum greinum í skólanum, innanhúss sem utan. Í kappi við tímann skreyttu nemendur borð, máluðu myndir, kepptu í vatnsboðhlaupi og plankahlaupi og spreyttu sig í ýmsum öðrum bóklegum og verklegum greinum sem sumar eru kenndar eru við skólann... en aðrar ekki.

Í lokin fóru leikar að æsast verulega og á sal fór fram keppni í að planka, verpa eggjum, flytja leikþátt, ganga Silly walk og ýmislegt fleira. Svo fór að græna liðið sigraði Skammhlaupið í ár með nokkrum yfirburðum og hlutu liðsmenn bíómiða frá Bíóhöllinni í verðlaun. Til hamingju grænir!

Please publish modules in offcanvas position.