Fjölbrautaskóli Vesturlands tekur þátt í Nordplus verkefninu Nordic Nature Experience með skólum í Finnlandi og Svíþjóð. Verkefnið felur í sér að tengja reynslu af náttúru við listir, eins og tónlist, myndlist eða bókmenntir til dæmis. Í þessari viku fengum við góða gesti þegar 10 kennarar frá samstarfsskólum okkar í þessum löndum komu í heimsókn. Tilgangur heimsóknarinnar er að undirbúa verkefnið og skipuleggja nemendaheimsóknir sem fyrirhugaðar eru. 

Kennarahópurinn hefur í vikunni fundað með kennurum FVA og auk þess gert víðreist. Hafa þau skoðað ýmsa staði í kringum Akranes, heimsótt Glym, Akranesvita og eru í dag í rútuferð á Gullna hringnum. Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Sigvaldason vitavörður í Akranesvita í gærdag.

Please publish modules in offcanvas position.