Hópur nemenda í FVA hélt utan í síðustu viku og dvaldi fimm daga í Berlín. Ferðin er hluti af valáfanga í þýsku og var það Kristín Luise Köttenheinrich, þýskukennari, sem skipulagði ferðina og fór fyrir hópnum ásamt Steingrími Benediktssyni, kennara. Að sögn fararstjóranna var ferðin sérlega vel heppnuð en hópurinn gekk um Berlín þvera og endilanga – frá austri til vesturs, og fengu nemendur að kynnast öllum merkustu stöðunum, kíktu í þinghúsið, upplifðu ljósahátíðina (Festival of Lights) og fóru á söfn. Sumir fóru í dómkirkjuna en aðrir í sjónvarpsturninn (sumir í bæði) og skoðuðu það sem eftir stendur af Berlínarmúrnum ásamt því að fræðast um lífið í Berlín á tímum múrsins en 9. nóvember eru einmitt 30 ár liðin frá því að múrinn féll. Nemendur FVA voru til fyrirmyndar eins og ávallt og nutu lífsins í þessari dásamlegu borg.

IMG 1439

IMG 1450

IMG 1470

IMG 1478

IMG 1491

IMG 1504

IMG 1506

IMG 1514

IMG 1516

Please publish modules in offcanvas position.