Miðvikudagurinn 16. október er námsmatsdagur. Að öllu jöfnu fellur almenn kennsla niður á námsmatsdegi, en kennarar ákveða hvaða fyrirkomulag verður í þeirra áföngum þann dag. Þannig geta nemendur þurft að mæta í viðtal eða til að ljúka námsmatsþætti og ef svo er munu kennarar senda upplýsingar um það til sinna nemenda.

Búið er að loka fyrir einkunnir í Innu þar til opnað verður fyrir miðannarmatið 16. október kl. 16:00. Miðannarmat er einungis stöðumat en hefur ekki áhrif á lokaeinkunn í áfanganum. Í miðannarmati felst umsögn frá kennara og bókstafur sem vísar til stöðu nemandans í áfanganum:

  • A - Afar góð staða í áfanganum. Ef nemandinn heldur svona áfram getur hann náð mjög góðum árangri í áfanganum.
  • G - Góð staða í áfanganum. Ef nemandinn heldur svona áfram getur hann náð nokkuð góðum árangri í áfanganum en gæti gert betur.
  • S - Sæmileg staða í áfanganum. Nemandinn þarf að bæta sig til þess að ná viðunandi árangri í áfanganum.
  • Ó - Óviðunandi staða í áfanganum. Nemandinn þarf að bæta sig verulega til þess að eiga möguleika á að ná áfanganum.

Miðannarfrí verður svo fimmtudaginn 17. og föstudaginn 18. október. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundarskrá mánudaginn 21. október.

Please publish modules in offcanvas position.