Nemendur í lífsleikni fengu góða gesti nýverið. Þar voru á ferðinni fyrrum nemendur skólans þær Bergþóra Hallgrímsdóttir og Hjördís Tinna Pálmadóttir, en þær leggja nú stund á nám í læknisfræði við Háskóla Íslands. Bergþóra og Hjördís komu á vegum félagsins Bjargráðs sem stofnað var af læknanemum við HÍ. Aðalmarkmið Bjargráðs er að efla skyndihjálparkunnáttu og því skyni fer félagið í grunn- og framhaldsskóla til þess að kenna undirstöðurnar í skyndihjálp og það var einmitt erindi Berþóru og Hjördísar Tinnu. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir komuna og gagnlega fræðslu.

Bjargráður1

Bjargráður2

Please publish modules in offcanvas position.