Það var ys og þys á göngum skólans í dag þegar yfir 700 grunnskólanemendur frá Vesturlandi heimsóttu okkur ásamt starfsfólki skólanna. Tæknimessur hafa verið haldnar í FVA frá árinu 2016 með það að markmiði að kynna fyrir nemendum það námsframboð sem í boði er á Vesturlandi á sviði iðngreina og hvaða tækifæri eru til atvinnu hjá iðn- og tæknifyrirtækjum í landshlutanum.

Fjöldi fyrirtækja í iðn- og tæknigreinum voru með kynningarbása og gátu nemendur spjallað, skoðað, prófað og jafnvel smakkað ýmislegt sem fyrirtækin höfðu upp á að bjóða. Auk þess var ýmislegt spennandi til sýnis hjá iðngreinakennurum skólans og fengu hóparnir meðal annars að líta við í kennslustundum, skoða verkefni nemenda FVA, fara í ratleik, fylgjast með eldsmiðum og kynna sér námsframboð skólans. Í hádeginu var svo boðið upp á pylsur í mötuneytinu. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var líf og fjör í FVA í dag!

20191010 095239

20191010 095433

20191010 095454

20191010 101356

20191010 101542

20191010 102106

20191010 102133

MicrosoftTeams image 1

20191010 102237

20191010 102339

MicrosoftTeams image 2

malm

malm2

20191010 102521

MicrosoftTeams image 5

20191010 120808

 

 

Please publish modules in offcanvas position.